Vinnustaðafundur á Þeistareykjum

Í dag heimsóttu starfsmenn stéttarfélaganna Þeistareyki og áttu þar fund með forsvarsmönnum Stálsmiðjunar og Íslenskrar verkmiðlunar auk starfsmanna. Fyrirtækin sjá um stóran verkþátt í Þeistareykjarvirkjun er varðar uppsetningu á búnaði stöðvarhússins.

Eins og alltaf leggur Framsýn áherslu á gott samstarf með öllum aðilum borðsins með það að markmiði að hlutirnir séu til fyrirmyndar. Fundir sem þessi sem haldinn var í dag er hluti af því ferli. Fundurinn var hinn ágætasti. Sumir starfsmannanna eru gamlir góðkunningjar Framsýnar en þeir höfðu áður unnið hjá öðru fyrirtæki sem var með verkefni á Þeistareykjum. Það var afar ánægjulegt að sjá þá komna aftur hingað til vinnu.

Á heimleiðinni skutu upp kollinum enn eldri kunningjar en það voru þeir Sveinn Freysson og Þórarinn Illugason sem starfa við máliningarverkefni á Þeistareykum. IMG_1682Formaður Framsýnar ásamt forsvarsmönnum Stálsmiðjunnar framtaks og Íslenskrar verkmiðlunar.IMG_1671IMG_1668IMG_1667IMG_1665IMG_1664IMG_1685Eins og sjá má eru Sveinn og Þórarinn hæstánægðir á hálendinu.

Deila á