„Óttumst ekki lagasetningu“

Formaður Sjó­manna­sam­bands­ins seg­ir fyr­ir­svars­menn sjó­manna hafa fengið skýr skila­boð um að standa fast­ir fyr­ir á kröf­um sín­um og hvika ekki frá þeim. Hann ótt­ast ekki laga­setn­ingu  enda hafi tveir ráðherr­ar lýst því yfir að sú leið verði ekki far­in.

„Við erum bara ró­leg­ir í verk­fall­inu,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

Hann seg­ir stöðuna grafal­var­lega á meðan menn tal­ist ekki við, og slíkt sé upp á ten­ingn­um nú. „Það er nátt­úr­lega verið að reyna að búa til þrýst­ing úr báðum átt­um, en við erum ró­leg­ir ennþá. Þetta eru aðgerðir til að bæta kjör manna, og slíkt tek­ur stund­um tíma,“ seg­ir hann.

Lækk­un ol­íu­kostnaðar og bæt­ur vegna sjó­manna­afslátt­ar

Að sögn Val­mund­ar eru ýtr­ustu kröf­ur sjó­manna varðandi ol­íu­kostnað þær að gólfið verði hækkað um 3%, eða verði 27% óskipt­ur frá­drátt­ur afla­verðmæt­is til út­gerðar í stað 30% eins og verið hef­ur hingað til. Hann seg­ir að sú breyt­ing myndi þýða 4,3% hækk­un á skipta­hlut til sjó­manna.

„Ef miðað er við árið 2015 telst okk­ur til að út­gerðir inn­an Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) hafi verið að greiða í kring­um 45 millj­arða í laun og launa­tengd gjöld til sjó­manna. Sú hækk­un sem við erum að fara fram á að þessu leyti myndi þýða hækk­un upp á um það bil 1,8 millj­arða. Sá er nú kostnaður­inn við þenn­an lið,“ seg­ir Val­mund­ur.

Tals­menn sjó­manns­stétt­ar­inn­ar hafa jafn­framt sett fram þá kröfu á út­gerðina að greidd­ar verði bæt­ur til sjó­manna vegna af­náms sjó­manna­afslátt­ar­ins.

„Ítrasta krafa okk­ar þar er að sjó­mönn­um verði greidd­ar 2.000 krón­ur á dag. Við vit­um fyr­ir víst að það er um það bil ein millj­ón lög­skrán­ing­ar­daga sjó­manna á Íslandi ár­lega. Með sund­ur­grein­ingu reikn­ast okk­ur til að fé­lög inn­an vé­banda SFS eigi 600.000 af þeim. Krafa okk­ar um þenn­an tvöþúsund­kall þýðir þá 1,2 millj­arðar fyr­ir þá,“ seg­ir Val­mund­ur.

„Auðvitað finnst mönn­um þetta vera stór­ar upp­hæðir en fé­lags­menn SFS eru 140 tals­ins, svo okk­ar ýtr­ustu kröf­ur kosta þá hvern út­gerðarmann um það bil 22 millj­ón­ir á ári. Ég geri mér grein fyr­ir að út­gerðir eru mis­stór­ar og kostnaður­inn dreif­ist eft­ir því, en þetta eru meðal­töl­urn­ar sem við erum að vinna með,“ bæt­ir hann við.

Mik­il samstaða og skýr skila­boð

Val­mund­ur seg­ir al­ger­an ein­hug ríkja meðal sjó­manna um að hvika ekki frá þess­ari kröfu­gerð.

„Það mættu tæp 60% þeirra sjó­manna sem eru í verk­falli á fundi for­ystu­mann­anna í síðustu viku. Þetta voru yfir 25 fund­ir sem haldn­ir voru vítt og breitt um landið, og við erum með skila­boð frá hverj­um ein­asta þeirra um að halda fast við þess­ar kröf­ur og standa á þeim. Við höf­um fengið á okk­ur gagn­rýni fyr­ir að taka ekki aðrar kröf­ur, svo sem ný­smíðaálagið, með okk­ur í þenn­an pakka en samn­inga­nefnd­irn­ar urðu sam­mála um þess­ar kröf­ur. Á þeim segja menn okk­ur að standa og við ger­um það,“ seg­ir hann.

Val­mund­ur seg­ir að þegar þess­ar kröf­ur sjó­manna hafi verið sett­ar fram á samn­inga­fundi með SFS hafi þeir ein­fald­lega sagst ekki geta komið til móts við þær og því hafi slitnað upp úr viðræðunum.

„Sjá­um hvað ger­ist þegar líður á störu­keppn­ina“

En ótt­ast þeir ekki að lög verði sett á verk­fall sjó­manna?

„Nei, það ger­um við ekki. Það eru tveir ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar bún­ir að lýsa því yfir í okk­ar áheyrn að ekki verði sett lög á okk­ur svo við erum ekki hrædd­ir við það. Auðvitað ber okk­ur samn­ingsaðilum þessa máls að finna lausn á því og leysa þessa deilu, en svona er staðan núna. Við skul­um sjá til hvað ger­ist þegar líður á störu­keppn­ina,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands.

(þessi frétt er tekin af mbl.is)

Deila á