Formaður Framsýnar með erindi í Háskólanum á Akureyri

Flokksráðsfundur Vinstri grænna var haldinn í Háskólanum á Akureyri dagana 30. september til 1. október. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, var fenginn til að vera með erindi um undirboð í íslenskum vinnumarkaði ásamt einum öðrum frummælenda. Í erindi sínu fjallaði Aðalsteinn sérstaklega um ferðaþjónustuna og byggingariðnaðinn. Sérstaklega í þessum tveimur atvinnugreinum hefur verið mikið um kjarasamningsbrot og undirboð. Að loknum erindum frummælenda var opnað fyrir fyrirspurnir frá fundarmönnum. Fjölmargar fyrirspurnir voru lagðar fram sem ræðumenn svöruðu eftir bestu getu.

hrutadagur1016-027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Formaður Framsýnar var gestur á flokksráðsfundi VG sem fram fór á Akureyri fyrir helgina. Önnur stjórnmálasamtök hafa fallast eftir erindi Aðalsteins enda byggst upp mikil þekking á viðfangsefninu á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.

Deila á