Framkvæmdarstjórn Samiðnar í heimsókn

Í gær, 31. ágúst heimsótti Framkvæmdarstjórn Samiðnar Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Formaður Framsýnar tók á móti stjórninni ásamt Jónasi Kristjánssyni, formanni Þingiðnar. Um morguninn og farið yfir stóriðjuverkefnið á Bakka og virkjunarframkvæmdir á Þeistareykjum og hvernig verkefnið snertir starfsfólk stéttarfélaganna og meðlimi þeirra. Að því loknu var lagt af stað til Þeistareykja þar sem farið var yfir stöðu framkvæmda með Einari Erlingssyni, yfirmanni Landsvirkjunar á staðnum. Sigurður Óli Guðmundsson frá Landsvirkjun sá svo um leiðsögn um framkvæmdasvæðið. Að því loknu var förinni heitið í Bakka þar sem Friðgeir Indriðason, yfirmaður LNS Saga á svæðinu tók á móti hópnum og sagði frá verkefnum fyrirtækisins á Bakka. Botninn var svo sleginn í ferðina með Sturlu Fanndal, yfirmanni hjá LNS Bakkagöngum. Hann veitti hópnum leiðsögn um svæðið og fékk hópurinn meðal annars að skoða sig um í kringum gangnaframkvæmdina.

Framkvæmdastjórnin var ánægð að ferð lokinni og þakkaði vel fyrir sig. Ljóst er að þeim þótti umfang framkvæmda í kringum stóriðju mikið og sömuleiðis fleiri framkvæmdir sem ekki tengjast stóriðjunni sem ekki allir áttu endilega von á, svo sem stækkun á Fosshótel Húsavík. Enda er það svo að það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki stéttarfélaganna um þessar mundir.

Myndir úr heimsókninni má sjá hér að neðan.

IMG_0563 IMG_0530 IMG_0528 IMG_0509 IMG_0499 IMG_0485 IMG_0480 IMG_0468

Deila á