Höfðingleg gjöf Samkaupa

Fulltrúar Samkaupa komu við á skrifstofu stéttarfélaganna á dögunum og færðu skrifstofunni 30 páskaegg sem seldust ekki fyrir páska. Nýjar reglur tóku gildi fyrr á þessu ári um að ekki megi bræða óseld páskaegg til endurvinnslu og því sitja verslanirnar uppi með þau egg sem ekki seljast. Starfsmenn Samkaupa hér á Húsavík töldu það góða lausn að færa stéttarfélögunum þau egg sem urðu afgangs til útdeilingar. Ákveðið hefur verið að gefa gestum skrifstu stéttarfélaganna eggin núna í dag. Fyrstir koma, fyrstir fá. Þeir sem ekki hafa tök á því að koma á skrifstofu stéttarfélaganna í dag geta þó engu að síður tryggt sér egg með því að senda tölvupóst á framsyn@framsyn.is og fá egg frátekið.

Deila á