Vöruverð niður um 12% með opnun Nettó verslunar á Húsavík

Því er fagnað á Húsavík að ný verslun Nettó opnaði í dag. Verslunin er til húsa á Garðarsbraut 64 þar sem áður var verslunin Samkaup Úrval. Margmenni var í versluninni nú á opnunardaginn og heyra mátti á viðstöddum að almenn ánægja væri með breytingarnar. Að sögn Halls G. Heiðarssonar, rekstrarstjóra Nettó og Kaskó, er vilji fyrirtækisins að veita heimamönnum góða þjónustu í nýju versluninni um leið og vöruúrval mun aukast umtalsvert. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fagna þessari breytingu enda ljóst að um talsverða kjarabót er að ræða fyrir íbúa á svæðinu um leið og vöruúrvalið mun aukast til muna. Samkaup hf. hefur skipulagt frekari breytingar á starfsemi sinni á Húsavík en versluninni Kaskó sem er til húsa á Garðarsbraut 5 verður breytt verulega á næstu vikum. Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar við opnunina í dag.

IMG_8429IMG_8430IMG_8435IMG_8436IMG_8434IMG_8440IMG_8441IMG_8451
IMG_8454

Deila á