Eftirlitsferð í göngin

Formaður Framsýnar tók þátt í fundi um öryggismál í Vaðlaheiðargöngum fyrir helgina en hann situr í sérstökum starfshóp fyrir þau stéttarfélög sem aðkomu eiga að göngunum í gegnum félagsmenn sem þar starfa. Almennt eru öryggismálin í lagi og sem betur fer hefur verið mjög lítið um óhöpp og slys. Vaðlaheiðargöng eru veggöng sem verið er að gera undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280m, samtals 7,5 km. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að fara um Víkurskarð sem er fjallvegur þar sem færð spillist gjarnan að vetrum. Um þessar mundir er lokið við að grafa um 4.779 metra eða um 66% af göngunum.

trunnamskeid0216 007
Sjá mátti félagsmenn Framsýnar við störf við göngin fyrir helgina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deila á