Fræðslustjóri að láni til HSN Húsavík

Í lok nóvember voru undirritaður samningur um Fræðslustjóra að láni við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) vegna starfsstöðvarinnar á Húsavík. Áður hafa verið unnin sambærileg verkefni á starfsstöðvum HSN á Blönduósi, Sauðárkróki og í Fjallabyggð.

Samningurinn felur í sér að Ríkismennt útvegar Fræðslustjóra að láni í ákveðinn tíma og stefnt er að því að meta stöðu fræðslumála og endurmenntunar. Sérstök áhersla verður á almenna starfsmenn HSN á Húsavík sem flestir eru félagsmenn í Framsýn stéttarfélagi. Ríkismennt gerði samning við Þekkingarnet Þingeyinga um að útvega ráðgjafa til að sjá um verkefnið.

Skilgreindar verða þarfir og væntingar starfsmanna til sí-og endurmenntunar og í framhaldi af því hönnuð áætlun um fræðslu til lengri tíma.

Þegar vinnunni er lokið á Húsavík verður gefin út heildstæð fræðsluáætlun fyrir alla stofnunina. Fyrstu námskeiðin hjá HSN verða haldin núna í desember og síðan í janúar 2016.

Deila á