Staðan tekin með PCC

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem koma að framkvæmdunum á svæðinu vegna verksmiðjunar á Bakka leggja mikið upp úr góðu samstarfi við verktakana og alla þá sem koma að uppbyggingunni. Fyrir helgina funduðu félögin með stafsmanni PCC á Húsavík, Bergi Elíasi Ágústssyni. Fundurinn var vinsamlegur enda markmið beggja aðila að eiga gott samstarf um uppbygginguna sem skiptir svæðið allt miklu máli og reyndar þjóðina alla þar sem verksmiðjan á Bakka á eftir að skapa þjóðinni miklar og góðar gjaldeyristekjur.

Hvert sem litið er, er allt á fullu vegna uppbyggingarinnar á Bakka.

Deila á