Samningur samþykktur v/ starfsmanna Landsvirkjunar

Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að og Landsvirkjunar hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 94% greiddra atkvæða. Alls greiddu 17 atkvæði, já sögðu 16 en nei sagði 1. Samningurinn telst því samþykktur.

Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun, það er við Laxárvirkjun og Kröflu hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning félagsins/SGS og Landsvirkjunar. Þegar þessi virkjun bætist við á Þeistareykjum munu félagsmönnum Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun væntanlega fjölga.

Deila á