Unnið að lausn mála

Framsýn hefur undanfarið unnið að því að finna lausn á nokkrum málum sem hafa komið upp á félagssvæðinu og varða undirboð fyrirtækja. Um er að ræða fyrirtæki sem reyna að sniðganga íslenska kjarasamninga og greiða starfsmönnum laun fyrir neðan lágmarkskjör. Framsýn lítur þessi mál mjög alvarlegum augum og mun gera allt til þess að koma í veg fyrir undirboð á félagssvæðinu. Ekki er ólíklegt að þessum dæmum eigi eftir að fjölga á svæðinu með tilkomu fjölmargra verktaka inn á svæðið er tengjast framkvæmdunum á Bakka. Rétt er að taka fram að undirboðin eru ekki enskorðuð við byggingariðnaðinn heldur hafa þau einnig komið upp í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu.

Virkt vinnustaðaeftirlit á vegum Framsýnar hefur skilað góðum árangri þar sem komið hefur verið í veg fyrir nokkur undirboð á félagssvæðinu.

Deila á