Spjallað um málefni starfsmanna

Starfsmannastjóri Jarðborana hf., Torfi Pálsson, átti óformlegan fund með fulltrúum Framsýnar fyrir helgina. Torfi var á ferðinni á Húsavík og óskaði eftir spjalli um málefni starfsmanna en fyrirtækið hefur verið með verkefni við borun í Kröflu auk þess sem ekki er ólíklegt að fyrirtækið komi að fleiri verkefnum við borun í Þingeyjarsýslum á allra næstu árum enda semjist um það milli verkkaupa og verksala. Talið er líklegt að ráðist verði í frekari boranir á Þeistareykjum á næstu árum.

Torfi frá Jarðborunum og Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar og Torfi Aðalsteinsson trúnaðarmaður starfsmanna hjá Jarðborunum fengu sér kaffisopa og spjölluðu um málefni starfsmanna fyrirtækisins fyrir helgina.

Deila á