Opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf.

Fimmtudaginn 17. september fer fram formleg opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf. vegna upphafs framkvæmda á Kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Dagskráin hefst kl 11:00 á Fosshótel Húsavík og stendur yfir til 13:00.

Kl. 13:30 fer fram athöfn á Bakka þar sem klippt verður á borða hjá framkvæmdar- og iðnaðarsvæðinu á Bakka. Sú athöfn er opin almenningi og gaman væri að sjá sem flesta til þess að fagna þessum tímamótum með okkur.

Hér að neðan má sjá dagskrá opnunarhátíðarinnar, en nánari upplýsingar veitir Erik Newman hjá Viðburðastofu Norðurlands í síma 894-8052 eða í tölvupósti; erik@vidburdastofa.is.

Opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf. – 17. september

11.00 Athöfn í ráðstefnusal Fosshótela á Húsavík

Stuttar kynningar og ræður

* Kristján Þór Magnússon, Bæjarstjóri Norðurþings

* Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar- og viðskiptaráðherra

* Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Forsætisráðherra

* Dr. Hörður Arnarson, Forstjóri Landsvirkjunar

* Guðmundur Ingi Ásmundsson, Forstjóri Landsnets

* Burkhard Dahmen, CEO of SMS group GmbH, representing the consortium of SMS group GmbH and M+W group GmbH

* Stefan Eitel, Director Metal and Mines, KfW IPEX-Bank GmbH

* Sigurgeir Tryggvason, frá Bakkastakkur slhf

* Dr. Peter Wenzel, Chairman of PCC BakkiSilicon hf

* Birna Einarsdóttir, CEO of Íslandsbanki

13.30-14:00 Athöfn á Bakka

Klippt verður á borða, iðnaðarsvæðið formlega opnað og stutt kynning fer fram um framkvæmdir á svæðinu.

Athöfnin á Bakka er opin almenningi.

Deila á