Samið við Bændasamtökin

Starfsgreinasambandið hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði. Framsýn á aðilid að samningnum. Samningurinn tekur sömu hækkunum og samið var um í almennum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins auk þess sem farið var yfir gildissvið samningsins og er nú talað um að hann taki til starfsfólks í landbúnaði en ekki einungis á lögbýlum. Þá voru upphæðir sem draga má frá launum vegna fæðis og húsnæðis hækkaðar lítillega. Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 og út árið 2018 eins og aðrir samningar á almennum vinnumarkaði.
Deila á