Félagar í Framsýn samþykktu kjarasamninginn

Í dag lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Framsýn á aðild að báðum þessum samningum.

Kjarasamningur LÍV og SA sem Framsýn á aðild að, niðurstaða:

Á kjörskrá voru 131 félagsmenn, atkvæði greiddu 30 eða 22,9%.

Já sögðu 26 eða 86,7%

Nei sögðu 4 eða 13,3%

Auðir/ógildir 0 eða 0%

Kjarasamningurinn skoðast samþykktur af félagsmönnum Framsýnar sem starfa eftir samningnum.

Kjarasamningur SGS og SA sem Framsýn á aðild að, niðurstaða:

Á kjörskrá voru 510 félagsmenn, atkvæði greiddu 133 eða 26,08%.

Já sögðu 97 eða 72,93%

Nei sögðu 31 eða 23,31%

Auðir/ógildir 5 eða 3,76%

Kjarasamningurinn skoðast samþykktur af félagsmönnum Framsýnar sem starfa eftir samningnum.

Deila á