Erlendir sjálfboðaliðar vilja aðstoða við verkfallsvörslu

Dæmi eru um að erlendir sjálfboðaliðar hafi sett sig í samband við Starfsgreinasambandið og boðist til að taka þátt í verkfallsvörslu á Íslandi. Framsýn hefur undir höndum bréf frá erlendum aðila sem býðst til að taka þátt í verkfallsvörslu á félagssvæði Framsýnar. Framsýn hefur á að skipa öflugu liði sjálfboðaliða sem verða á ferðinni meðan á verkfalli stendur. Hugsanlega er þetta hin nýja ferðaþjónusta, það er að flytja inn sjálfboðaliða til að hjálpa við verkfallsvörslu, hver veit?

Erlendir sjálfboðaliðar hafa áhuga á að koma til Íslands og aðstoða við verkfallsvörslu. Hér er einn af verkfallsvörðum Framsýnar að fara í vinnustaðaheimsóknir í Mývantssveit í morgun.

Deila á