„Það er komið sumar!“

Starfsmenn stéttarfélaganna sitja við skriftir í dag, það er á sumardaginn fyrsta, og hamast við að klára Fréttabréf stéttarfélaganna sem á að fara í prentun á morgun svo það komist út til lesenda upp úr helginni. Að sjálfsögðu er hlustað á útvarpsstöðina Bylgjuna, þar er búið að spila reglulega í dag lagið þar sem þessi texti kemur fyrir, „Það er komið sumar“ en svona lítur nú sumarið út um gluggann á Skrifstofu stéttarfélaganna í þessum skrifuðu orðum. En samt, gleðilegt sumar ágætu lesendur heimasíðu stéttarfélaganna.

Það er ekki beint sumar á Húsavík í dag á sumardaginn fyrsta.

Deila á