Hvað er svalara en að standa á toppnum?

Það er mikil áskorun að klífa fjöll, hafa heiminn fyrir fótum sér og ekki skemmir að útsýnið er oftast einstakt frá hæstu tindum. Oft eru menn á síðustu dropunum og fjölmargir svitadropar hafa fallið þegar markmiðinu hefur verið náð. Þessa fallegu mynd tók Ósk Helgadóttir af Árna Evert sem starfar í Silfurstjörnunni í Öxarfirði og tíkinni hans Lottu. Þau ásamt fleirum fóru í mikla göngu á dögunum m.a. upp á Svínárhnjúk.

Hópur fólks gekk á Svínárhnúk annan dag páska.

Deila á