LNS Saga boðar til fundar með heimamönnum

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðir á Þeistareykjum á næstu árum. LNS Saga sem er verktaki við byggingu Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun hefur áhuga á að komast í kynni við ýmsa þjónustuaðila á Norðausturlandi með hugsanlegt samstarf í huga. Fulltrúar LNS Saga verða með kynningu á félaginu og verkefninu í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík laugardaginn 21. mars kl. 10-13. Áhugsamir eru hvattir til að koma á fundinn. Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi.

Verktakafyrirtækið LNS Saga stendur fyrir fundi laugardaginn 21. mars í samstarfi við Framsýn. Fyrirtækið leggur mikið upp úr góðu samstarfi við verktaka og þjónustuaðila á svæðinu. Um þessar mundir er mikill snjór á Þeistareykjum en með vorinu hefjast miklar framkvæmdir á svæðinu.

Deila á