Framsýn styrkir Völsung

Framsýn og Íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára er varðar stuðning félagsins við knattspyrnudeild Völsungs. Samningurinn var undirritaður í morgun. Framsýn hefur í gegnum tíðina stutt vel við bakið á starfssemi Völsungs með stuðningi við flestar deildir félagsins og er nýi samningurinn framlenging á því góða samstarfi. Ekki þarf að efast um mikilvægi Völsungs sem gegnir mikilvægu hlutverki í æskulýðs- og íþróttastarfi í héraðinu. Liður í því er að fyrirtæki og félagasamtök styðji vel við bakið á íþróttafélaginu til að auðvelda þeim að ná fram markmiðum sínum í uppbyggjandi starfi. Við undirskriftina þakkaði Jónas Halldór framkvæmdastjóri Völsungs Framsýn fyrir stuðninginn í gegnum tíðina og sagði mikla ánægju með nýja samstarfssamninginn.

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar og þeir Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs og Víðir Svansson frá knattspyrnudeild Völsungs skrifuðu undir samstarfssamninginn í morgun.

Deila á