Allt fullt af loðnu

Það hefur mikið verið að gera hjá starfsfólki Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Þegar fulltrúar stéttarfélaganna voru á ferðinni í gær var verið að landa úr norsku skipi um 850 tonnum af loðnu sem fóru til vinnslu hjá fyrirtækinu. Töluvert hefur verið um að norsk fjölveiðiskip hafi landað á Þórshöfn í vetur auk skipa Ísfélags Vestmannaeyja. Þessa dagana angar Þórshöfn af peningalykt.

Það er oftast mikið líf við höfnina á Þórshöfn, það var eingin undantekning á því í gær. Norski báturinn Sjobris frá Fosnavág var við bryggju með um 850 tonn af loðnu.

Deila á