Efnilegir unglingar í heimsókn

Nýlega kom góður hópur unglinga úr Borgarhólsskóla ásamt tveimur kennurum í heimsókn til stéttarfélaganna á Húsavík. Forstöðumaður skrifstofunnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, fór yfir starfsemi félaganna og svaraði fyrirspurnum frá nemendum skólans. Ekki var annað að heyra en að gestirnir hefðu verið ánægðir með kynninguna.

Yfir þrjátíu manna hópur úr 10 bekk Borgarhólsskóla á Húsavík kom í heimsókn til stéttarfélaganna og fékk fræðslu um starfsemi stéttarfélaga.

Unglingarnir voru áhugasamir um starfsemi stéttarfélaganna.

Einar sá ástæðu til að brosa enda engin ástæða til annars.

Boðið var upp á smá spurningakeppni yfir fyrirlestri Aðalsteins sem féll í góðan jarðveg hjá nemendum skólans. Sá sem sigraði í loka spurningu dagsins var Ágúst Þór Brynjarsson

Deila á