Landinn fjallar um flugsamgöngur

Samkvæmt kynningarstefi  á RÚV mun Landinn fjalla um flugsamgöngur á Íslandi  í þætti kvöldsins. Eins og kunnugt er, er sjónvarpsþátturinn Landinn sýndur á RÚV á sunnudagskvöldum og er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn á Íslandi. Í þættinum í kvöld verður m.a. fjallað um flugsamgöngur og væntanlega verður komið inn á flugsamgöngur milli Húsavíkur og Reykjavíkur sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa komið að en Framsýn gerði samning við flugfélagið Erni um sérstök kjör fyrir félagsmenn sem félagsmenn annarra stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum njóta góðs af. Á síðasta ári fóru tæplega 10.000 farþegar um völlinn og vonandi á þeim eftir að fjölga.

Deila á