Átt þú uppsafnaðan rétt í Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks ?

Nýjar starfsreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks sem félagsmenn Framsýnar í Deild verslunar- og skrifstofufólks eiga aðild að í gegnum Landssamband íslenskra verslunarmanna voru samþykktar í fyrra og hófst tveggja ára aðlögunartímabil þann 1. janúar 2014. Nýjar reglur munu taka við af eldri reglum árið 2016.

Á aðlögunartímanum gefst félagsmönnum sem eiga uppsöfnuð stig samkvæmt eldri reglum Starfsmenntasjóðsins kostur á að nýta þau.

Framsýn vill benda félagsmönnum í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan félagsins að kanna hvort uppsafnaður réttur samsvari 200 stigum eða fleiri. Hægt er að fá þessar upplýsingar á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Nýjar starfsreglur hafa tekið gildi í Starfsmennasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Reglurnar ná til félagsmanna Framsýnar sem falla undir Deild verslunar- og skrifstofufólks innan félagsins.

Deila á