Fulltrúaráðsfundur AN í gangi

Nú stendur yfir á Illugastöðum fulltrúaráðsfundur á vegum Alþýðusambands Norðurlands. Rúmlega 30 fulltrúar frá stéttarfélögum á félagssvæði AN taka þátt í fundinum. Fyrir hádegi fór Snæbjörn Sigurðarsonn verkefnastjóri hjá Norðurþingi yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum PCC á Bakka. Þegar þetta er skrifað er verið að fjalla um húsnæðismál þar sem forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson fer yfir sýn sambandsins á húnæðismál og Vilhjálmur Bjarnason frá Hagsmunasamtökum heimilanna fer yfir sjónarmið samtakanna til húsnæðismála.  Síðar í dag fer síðan Hákon Hákonarson formaður Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum yfir málefni byggðarinnar.

Fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn sitja á fundi á Illugastöðum á vegum AN.

Deila á