Gott atvinnuástand

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,1% í júlí, en að meðaltali voru 5.583 atvinnulausir í mánuðinum samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á Norðurlandi eystra voru samtals 418 á skrá í lok júlí sem gerir um 2,3% atvinnuleysi. Þar af voru flestir skráðir hjá Akureyrarkaupstað eða 273 einstaklingar. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 63 á atvinnuleysisskrá. Þar af voru 33 á Húsavík, 15 í Langanesbyggð og 10 í Þingeyjarsveit. Í Skútustaðahrepp og Tjörneshrepp var nánast ekkert atvinnuleysi í mánuðinum.
Mjög gott atvinnuástand hefur verið á félagssvMjög gott atvinnuástand hefur verið á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.
Deila á