Umdeild gjaldtaka í gangi

Fulltrúar Framsýnar gerðu sér ferð í Mývatnsveit  til ræða við starfsmenn sem sjá um umdeilda gjaldtöku við Leirhnjúk og hverasvæðið austan Námaskarðs. Ferðamenn greiða 800 krónur í aðgangseyri fyrir að skoða þessar náttúruperlur. Starfsmenn létu vel af sér en sögðust hafa orðið var við að skiptar skoðanir væru með gjaldtökuna.
Það var töluvert um ferðamenn á hverasvæðinu þegar talsmenn Framsýnar voru þar á ferð í góðu veðri á föstudaginn.
Formaður Framsýnar ræddi við starfsmenn um kjör, aðbúnað, ráðningarsamninga og hvort allir starfsmenn væru ekki með vinnustaðaskírteini. Svo reyndist ekki vera og verður þess krafist að það verði lagað s.br. lög þess efnis sem kveða á um skyldur starfsmanna til að bera vinnustaðaskírteini. Markmið vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum. Samráðsnefnd ASÍ og SA hefur veitt sérstökum eftirlitsfulltrúum og er formaður Framsýnar einn af þeim, heimild til að annast eftirlit og hafa þeir rétt skv. l. nr. 42/2010 til aðgangs að vinnustöðum og heimild til að krefja atvinnurekanda og launamenn hans um að sýna vinnustaðaskírteini. Skulu þeir skrá niður upplýsingar og senda áfram til opinberra aðila s.s. RSK og Vinnumálastofnunar.

Þrír starfsmenn vinna á 12 tíma vöktum við gæslu og innheimtu við hveraröndina við Námaskarð. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, er hér á tali við starfsmennina.

Deila á