Hlýjast á Húsavík

Það sem af er sumri hefur verið hlýjast á Húsavík. Í veðurfréttum Sjónvarpsins í gær kom fram að hlýjasti dagurinn það sem af er sumri var á Húsavík 17. júní eða 22,7 gráður. Reyndar fór hitastigið  í Torfum sömuleiðis í 22,7 gráður fyrr í sumar. Þar rétt á eftir kemur Staðarhóll í Aðaldal með 22,5 gráður. Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur Þingeyinga enda vorið og júní mánuður verið með miklum ágætum.

Hlýjasti dagurinn það sem af er sumri á Íslandi var á Húsavík 17. júní.

Deila á