Fjölsótt málþing á Kópaskeri

Um 90 manns sóttu afmælismálþing Þekkingarnets Þingeyinga í skólahúsinu á Kópaskeri í gær. Málþingið snérist um menntastarf og með sérstakri áherslu á stórmerkilega starfsemi grunnskólans á Kópaskeri undir stjórn Péturs Þorsteinssonar.

  Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kom sérstaklega norður til að taka þátt í málþinginu með heimafólki, flutti ávarp í upphafi og endaði svo dagskrána óvænt með því að setjast við flygil hússins og leika frumsamið lag fyrir gesti.
Þekkingarnetið færir ráðherra, heimafólki og öðrum góðum þátttakendum kærar þakkir fyrir ánægjulegan dag á Kópaskeri. (sjá frekar umfjöllun og myndir inn á heimasíðu Þekkingarnets Þingeyinga hac.is) 

Þingið var fjölsótt en um 90 manns tóku þátt í málþinginu um menntastarf.

Pétur Þorsteinsson flutti magnaða ræðu á fundinum.

Fyrir málþingið var aðalfundur Þekkingarnets Þingeyinga haldinn. Í stjórn eru 8 fulltrúar frá háskólum, framhaldsskólum, stofnunum, fyrirtækjum og stéttarfélögum á svæðinu. Með á myndinni er Hallur B. Reynisson skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum. Aðalsteinn Á. Baldursson situr í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga fyrir stéttarfélögin og er jafnframt formaður stjórnar Þekkingarnetsins. Hér er stjórnin saman komin eftir aðalfundinn.

 (Myndir með frétt eru teknar af vef Þekkingarnets Þingeyinga)

Deila á