Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega

Ljóst er fjölmargir heimsækja  heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í hverri viku enda lifandi síða. Það er bæði til að sækja sér upplýsingar um kaup og kjör auk þess að lesa fréttir sem fjalla um starfsemi stéttarfélaganna.  Þá birtast einnig stundum áhugaverðar fréttir úr héraðinu sem fólk hefur gaman af að lesa. Sem dæmi má nefna að um síðustu helgi voru heimsóknir á síðuna  2.542 en þá fjallaði síðan um stórhuga bónda sem var að vígja nýtt fjárhús á Tjörnesi. Það er laugardag og sunnudag. Metið er reyndar frá því í janúar þegar heimasíðan fjallaði um afstöðu Framsýnar til kjarasamningana sem voru undirritaðir 21. desember og voru til afgreiðslu í janúar. Þá fóru heimsóknir inn á síðuna upp í 9.542 yfir einn dag, það er 22. janúar sem er í raun ótrúlegt og met í heimsóknum yfir einn dag.

 Eins og sjá má fóru heimsóknir inn á heimasíðu stéttarfélaganna yfir einn dag í janúar upp í 9.542. Nýjir lesendur þennan dag voru 60,9%.

 Umferðin inn á síðuna um síðustu helgi var með þessum hætti, 1.545 fóru inn á síðuna á laugardeginum og 1.200 á sunnudeginum. Bara frábært.

Deila á