Kröfugerð undirbúin

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir góðum undirbúningsfundi í gær um mótun kröfugerðar fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Félagið hafði áður óskað eftir samstarfi við Framsýn um kjarasamningsgerðina. Framsýn mun funda með starfsmönnum sveitarfélaga á félagssvæðinu í kvöld og ganga í kjölfarið frá kröfugerð. Félögin tvö, Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar  hafa þegar gengið frá viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og óskað eftir fundi með þeim á næstu vikum um kröfugerðina en hún verður klár um næstu helgi. Forsvarsmenn Sambandsins hafa tekið beiðninni  vel.

Það er alltaf mjög heimilislegt á fundum hjá Verklýðsfélagi Þórshafnar, boðið upp á kaffi og bland í poka.  Hér er starfsmaður félagsins og heiðurskonan, Kristín Kristjánsdóttir, að koma namminu fyrir á borðum fundarmanna.

Fólk á öllum aldri var á fundinum.  Hér eru tvær ungar og áhugasamar, Margrét Höskuldsdóttir og Sigríður Friðný Halldórsdóttir.

Deila á