Samkomulag um kjör starfsmanna við hvalaskoðun

Þann 21. febrúar var samkomulag Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna hvalaskoðunar á Húsavík framlengt. Hér má skoða samkomulagið og viðbótina frá 21. febrúar 2014. Samkomulag um túlkun Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar stéttarfélags á kjörum og réttarstöðu félagsmanna Framsýnar sem starfa á hvalaskoðunarbátum. 

Um kjör starfsmanna við hvalaskoðun fer almennt eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar stéttarfélags vegna starfsmanna í ferðaþjónustu (samningur SGS og SA um veitinga-, gisti, þjónustu og greiðasölustaða og hliðstæðrar starfssemi). Kjör starfsmanna mega ekki vera lakari en þessi kjarasamningur kveður á um á hverjum tíma. 

Eftirfarandi frávik frá framangreindum kjarasamningi gilda þó vegna starfsmanna við hvalaskoðun sem lögskráðir eru á hvalaskoðunarbáta: 

  • Þeir starfsmenn sem falla undir gildissvið sjómannalaga nr. 35/1985 vegna sjómannsstarfa eiga réttindi og bera skyldur samkvæmt þeim lögum, þar með talið samkvæmt 36. gr. laganna um óvinnufærni vegna sjúkdóma eða meiðsla. 
  • Ákvæði siglingalaga nr. 34/1985 gilda um starfsmenn eftir því sem við á, þar með talið ákvæði 1. mgr. 172. gr. um slysatryggingar. 
  • Vegna sérstöðu starfsmanna á hvalaskoðunarbátum og þar sem ekki liggur fyrir röðun þessara starfa í launatöflu SA/SGS eru aðilar sammála um að á árinu 2013 sé fjárhæð lágmarkstekna fyrir fullt starf, sbr. gr. 1.4. í kjarasamningi SA/SGS, og tímakaup sú sama og samið hefur verið um sem kauptrygging og tímakaup sjómanna í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og LÍÚ.  Sjá nánar bókun um framkvæmd. Aðilar munu í komandi kjaraviðræðum í haust taka ákvörðun um röðun þessara starfa m.t.t. eðli starfs og ábyrgðar.  

Hvalaskoðunarfyrirtækin munu kappkosta að veita starfsmönnum nauðsynlega fræðslu svo þeir geti sinnt störfum sínum að kostgæfni og öryggi í samræmi við kröfur opinberra yfirvalda. Þann tíma sem starfsmaður sækir nauðsynleg námskeið á vegum atvinnurekanda skal greiða honum kauptryggingu og uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi ef senda þarf starfsmann utanbæjar. Námskeiðsgjald greiðir viðkomandi fyrirtæki. 

Strax við upphaf ráðningar skal viðkomandi fyrirtæki ganga frá ráðningarsamningi við starfsmann enda sé um tímabundna ráðningu að ræða s.s. yfir hefðbundið tímabil hvalaskoðunar. Í ráðningarsamningi skal m.a. kveðið á um vinnutilhögun og greiðslur vegna ferða og hvort um vaktavinnu, tímavinnu eða greiðslu pr. ferð sé um að ræða. 

Aðilar munu í sameiningu meta hvort slysatryggingar samkvæmt siglingarlögum endurspegli nægilega eðli starfa við hvalaskoðun og leggja fram tillögur til úrbóta sé sú ekki raunin. 

Reykjavík, 9. ágúst 2013 

Fh. Samtaka atvinnulífsins                                                  Fh. Framsýnar stéttarfélags 

Bókun vegna lágmarkstekjutryggingar og tímakaups
Samkomulag aðila kveður á um tímabundna lausn á kjaramálum starfsmanna á hvalaskoðunarbátum. Starfið hefur þá sérstöðu að kjarasamningur aðila, sem almennt gildir um starfsmenn í ferðaþjónustu, gildir ekki fullum fetum um réttindi og skyldur vegna ákvæða sjómannalaga og siglingarlaga. Jafnframt eru gerðar kröfur til hlutaðeigandi starfsmanna sem gilda ekki almennt um starfsmenn í landi. Aðilar telja því að lágmarksröðun starfsmanna í ferðaþjónustu (lfl. 5 og 6) gefi ekki rétta mynd af eðli starfs og ábyrgð. 

Aðilar hafa því orðið ásáttir um að byggja sumarið 2013 á tímakaupi og kauptryggingu í kjarasamningi SSÍ og LÍÚ. Aðilar eru sammála um að endurskoða tilvísun í kauptaxta í komandi kjaraviðræðum með það að markmiði að finna viðunandi lausn fyrir báða aðila. Þetta þýðir að lágmarkstímakaup almenns starfsmanns verður kr. 1.313. (Uppfært tímakaup 7. mars 2014 er kr. 1.370). Við það bætist vaktaálag skv. 3. kafla kjarasamnings SA og SGS v. ferðaþjónustu. Samkomulag er um að tímakaup þetta gildi jafnt fyrir tilfallandi ferðir og ferðir skv. vaktskrá upp að 173,33 stundum í mánuði. Eftir það skal greiða yfirvinnukaup sem er að lágmarki kr. 2.363. (Uppfært yfirvinnukaup 7. mars 2014 er kr. 2.465). Greiðslur vegna vinnu í neysluhléum þegar verið er í ferðum eru innifaldar í ofangreindu tímakaupi. Heimilt er að semja um að desember- og orlofsuppbætur séu jafnframt innifaldar í ofangreindu tímakaupi. Sé þessi kostur valinn skal þess getið í ráðningarsamningi. (Uppfært 7. mars 2014, ekki er heimilt að hafa sérstaka hækkun orlofs- og desemberuppbótar samkvæmt sáttatillögu ríkissáttasemjara inn í launum starfsmanna, sjá nánar í sáttatillögu ríkissáttasemjara). 

Ferðakaup:
Heimilt er að semja um sérstakt ferðakaup sem tekur mið af ofangreindu tímakaupi að viðbættu vaktaálagi skv. gr. 3.2 í kjarasamningi SA og SGS v. ferðaþjónustu. Taki ferð hjá almennum starfsmanni 4 klst. með undirbúningi og frágangi er lágmarksgreiðsla fyrir ferð sem hér segir:

                                                                                                                       Uppfært 7. mars 2014
Ferð á tímabilinu 08 – 17 mán-fös:               kr. 5.252                           kr. 5.480
Ferð að kvöldi 17 – 24 mán-fös:                    kr. 6.985                           kr. 7.288
Ferð um helgar                                                 kr. 7.615                           kr. 7.946
Ferð umfram 43 ferðir á mán:                       kr. 9.452                           kr. 9.860 

Um helgi- og stórhátíðarálag fer skv. kjarasamningi SA og SGS. 

Orlof reiknast til viðbótar launum skv. 5. kafla kjarasamningsins. 

Heimilt er að greiða starfsmanni jafnaðarkaup sem tekur tillit til áætlaðs vinnutíma starfsmanns. Nái jafnaðarkaup einnig til vinnu á helgi- og stórhátíðardögum skal taka tillit til þess. Starfsmaður getur óskað þess að sannreynt sé að jafnaðarkaup á ráðningartímanum hafi ekki verið lakara en samkomulag þetta kveður á um. 

Samkomulag vegna félagsmanna Framsýnar sem starfa á hvalaskoðunarbátum
Samkomulag aðila frá 9. ágúst 2013 mun einnig gilda árið 2014 með þeim breytingum á launum sem kveðið er á um í kjarasamningi aðila. Mánaðarlaun almennra starfsmanna hækka þannig um kr. 9.750,- og aðrir kaupliðir til samræmis við þann samning.

 Sérstök viðbótarhækkun orlofsuppbótar (kr. 10.000) og desemberuppbótar (kr. 20.000) verður ekki felld inn í mánaðarlaun samkvæmt samningnum og skal greiðast sérstaklega samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um greiðslu orlofs- og desemberuppbótar. 

Reykjavík 21. febrúar 2014 

Fh. Framsýnar, stéttarfélags                                               Fh. Samtaka atvinnulífsins 

Uppfært: Framsýn, stéttarfélag
Samkvæmt samkomulagi SA og Framsýnar hækkar kauptrygging starfsmanna með eftirfarandi hætti frá 1. febrúar 2014.

Kauptrygging:
Hásetar/leiðsögumenn                           kr. 237.402
Vélaverðir:                                               kr. 292.564
 Skipstjórar/stýrimenn/vélstjórar:      kr. 351.039 

Launakjör
Eftirfarandi launakerfi gilda við hvalaskoðun. Valið stendur um jafnaðarkaup, tímakaup eða vaktakaup. Í ráðningarsamningi skal gengið frá fyrirkomulagi ráðningar, það er eftir hvaða kerfi menn starfa: 

Jafnaðarkaup:
Heimilt er að semja um fast kaup fyrir hverja ferð upp að 43 ferðum m.v. að ferðin, undirbúningur og frágangur taki þennan tíma. Þegar jafnaðarkaupið er ákveðið skal taka tillit til álags vegna stórhátíðardaga á tímabilinu eða greiða það sérstaklega. Eftir 43 ferðir á mánuði skal greiða 80% álag á umfram ferðir miðað við skráð tímakaup samkvæmt þessum kjarasamningi.  Greiða skal orlof til viðbótar jafnaðarkaupi. 

Tímakaup:
Sé þessi kostur valinn skal greiða starfsmönnum að lágmarki með eftirfarandi hætti m.v. 4 tíma ferð. Eftir 43 ferðir á mánuði skal greiða 80% álag á umfram ferðir. Þá skal greiða stórhátíðarkaup á stórhátíðardögum. 

Hásetar/leiðsögumenn                                            Skipstjórar/stýrimenn/vélstjórar
Ferð á dagvinnutíma  kr. 5.480,-                               Ferð á dagvinnutíma  kr.   8.101,-
Ferð á yfirvinnutíma  kr. 9.860,-                               Ferð á yfirvinnutíma  kr. 14.581,-

 Vélaverðir
Ferð á dagvinnutíma  kr.   6.752,-
Ferð á yfirvinnutíma  kr. 12.154,- 

Vaktakaup:
Sé þessi kostur valinn skal greiða starfsmönnum að lágmarki með eftirfarandi hætti m.v. 4 tíma ferð. Eftir 43 ferðir á mánuði skal greiða 80% álag á umfram ferðir. Þá skal greiða stórhátíðarkaup á stórhátíðardögum. 

Hásetar/leiðsögumenn:                               33% álag                                45% álag
Ferðir á dagvinnutíma kr. 5.480,-.    Kvöldferðir kr. 7.288,-.           Helgarferðir kr. 7.946,- 

Vélaverðir:                                                    33% álag                                45% álag
Ferðir á dagvinnutíma kr.   6.752,-.  Kvöldferðir kr. 8.980,-.           Helgarferðir kr. 9.790,- 

Skipstjórar/stýrimenn/vélstjórar:              33% álag                                45% álag
Ferðir á dagvinnutíma kr. 8.101,-.    Kvöldferðir kr. 10.774,-.         Helgarferðir kr. 11.746,-

 Framsýn- stéttarfélag:                                                                                                                                                                                                                                  

 Skýringar með samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar vegna starfsmanna við hvalaskoðun.

  • Strax við ráðningu skal ganga frá ráðningarsamningi við starfsmenn. Þar skal m.a. tiltekið hvort starfsmenn séu ráðnir í tímavinnu, vaktavinnu eða á jafnaðarkaup. Þar skal einnig koma fram starfsheiti og stutt lýsing á starfinu.
  • Allir starfsmenn skulu vera launþegar. Óheimilt er að hafa starfsmenn sem verktaka enda starfi þeir við almenna hvalaskoðun á vegum fyrirtækjanna.
  • Launakjör starfsmanna skulu að lágmarki miðast við meðfylgjandi launatöflu Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins sem tekur með af kauptryggingu sjómanna.
  • Vaktir/ferðir samkvæmt vaktaplani/vaktaáætlun skulu greiddar þó ferð falli niður enda hafa skipverjar vinnuskyldu um borð þó ekki sé siglt.
  • Greiða skal starfsmönnum stórhátíðarkaup á stórhátíðardögum.
  • Fari menn einstakar ferðir s.s. starfsmenn sem ekki eru í föstu ráðningarsambandi við fyrirtækin skal greiða þeim að lágmarki það tímakaup sem fram kemur í kaupskrá Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins sem tekur mið af kaupskrá SSÍ/LÍÚ.
  • Starfsaldursálag kemur til viðbótar kauptryggingu starfsmanna eftir 2 ár og 3 ár. Álagið hefur ekki áhrif á tímakaup starfsmanna. Sjá nánar í gildandi kaupskrá.
  • Starfsmenn sem sigla á stórhátíðardögum s.s. 17. júní skulu í öllum tilfellum fá stórhátíðarálag í samræmi við grein 3.2 í kjarasamningi SA/SGS.
  • Orlof reiknast til viðbótar umsömdu kaupi skv. 5. kafla kjarasamningsins, SA/SGS.
  • Velji fyrirtækin að hafa starfsmenn í vaktakerfi skal fara eftir 3. kafla í kjarasamningi SA/SGS. Þar er m.a. kveðið á að vaktir skulu skipulagðar fyrir 4 vikur í senn.
  • Starfsmenn skulu eiga rétt á nauðsynlegri fræðslu svo þeir geti sinnt störfum sínum að kostgæfni og öryggi í samræmi við kröfur opinberra yfirvalda.
  • Leggja skal starfsmönnum til fæði sbr. grein 4.5.1 í kjarasamningi, SA/SGS.
  • Leggja skal starfsmönnum til vinnufatnað við störf þeirra í þágu fyrirtækjanna.
  • Réttindi starfsmanna skulu haldast milli ára sbr. grein 13.4 í kjarasamningi SA/SGS.
  • Fyrirtækjunum ber að tryggja aðbúnað starfsmanna.
  • Greiða skal starfsmanni í viðbragðsstöðu sem mæta þarf til vinnu með skömmum fyrirvara sérstaka þóknun vegna þessarar bindingar.
  • Sé eigi á annan veg samið skal uppsagnarfrestur vera 7 dagar hjá hásetum/leiðsögumönnum og 3 mánuðir hjá yfirmönnum. Eftir 3 mánuði í starfi skulu hásetar/leiðsögumenn hafa mánaðar uppsagnarfrest. Sjá frekari upplýsingar í grein 1.11 í kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og LÍÚ.
  • Um veikindarétt fer eins og segir í 36. grein Sjómannalaganna.
  • Um lágmarkshvíld fer eins og kveðið er á um í grein 2.4. í kjarasamningi SA/SGS
Deila á