Iðnaðarmenn samþykktu

Þá er búið að telja í atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara. Tillagan náði til kjarasamnings Þingiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Á kjörskrá voru 64, atkvæði greiddu 18 eða 28% félagsmanna. Já sögðu 12 eða 66,7% og nei sögðu 6 eða 33,3% félagsmanna. Sáttatillagan skoðast því samþykkt meðal félagsmanna Þingiðnar. Samningurinn gildir frá 1. febrúar auk þess sem eingreiðsla kr. 14.300 kemur til félagsmanna fyrir janúarmánuð.

Félagsmenn Þingiðnar samþykktu sáttatillögu ríkissáttasemjara.

Deila á