Ekki áhugi fyrir því að tala við forsvarsmenn Framsýnar og VA

Samkvæmt heimildum Heimasíðu stéttarfélaganna eru þreifingar í gangi um nýjan kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og félaga innan ASÍ sem felldu kjarasamninginn sem var undirritaður 21. desember, það er annarra en Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness. Þessum tveimur félögum er alveg haldið utan við umræðuna og virðist um að ræða samantekin ráð. Formaður Framsýnar segir þetta í takt við stöðuna en það sé virðingarleysi hjá Samtökum atvinnulífsins að hunsa ein öflugustu stéttarfélög landsins sem fylgi eftir skoðunum félagsmanna.

Fulltrúar frá Framsýn og Verkalýðsfélagi Akraness hafa ekki verið boðaðir á samningafund með Samtökum atvinnulífsins. Vitað er að þreifingar eru í gangi milli aðildarfélaga ASÍ og SA um nýjan kjarasamning.

Deila á