Göngur og réttir í Þistilfirði

Bændur víða á Norðurlandi réttuðu um síðustu helgi, flestir náðu að rétta áður en slæmt veður gekk yfir landið á sunnudeginum. Hér koma nokkrar skemmtilegar myndir sem teknar voru í Þistilfirði um helgina.

Þúsundir fjár koma úr heiðinni.

Bjarnveig á Ytra Álandi og Líney sem býr á Þórshöfn voru á svæðinu og mynduðu mikið.

Jóhannes bóndi á Gunnarsstöðum var ánægður með safnið.

Unga fólkið var líka ánægt með lífið.

Fjóla á Gunnarsstöðum er mögnuð kona. Hér er hún að reka fé heim í Gunnarstaði úr Laxárdal. 

Siggi Jens bóndi í Hvammi er hér að stjórnast í réttinni í Hvammi.

KAFFI!! Bændur og búalið fá sér hér að borða milli þess sem fé er rekið eða dregið í dilka.

Það var dregið fé frá morgni til kvölds enda mikil hefð fyrir sauðfjárbúskap í Þistilfirði.

Svona, áfram, áfram……………..

Gréta Jóhannesdóttir sem býr og starfar á Þórshöfn hjá Þekkingarneti Þingeyinga var brosandi út að eyrum enda réttardagur í Þistilfirði.

Deila á