Mögnuð sumarferð

Stéttarfélögin stóðu fyrir sumarferð á Langanes á laugardaginn. Um þrjátíu félagsmenn og makar tóku þátt í ferðinni. Eins og við var að búast tókst ferðin í alla staði mjög vel. Nánari uppfjöllun verður í næsta fréttabréfi sem kemur út í byrjun september. Sjá myndir:

Hér eru menn að hluta á fyrirlestur um starfsemi Gljúfrastofu í Ásbyrgi.

Halldóra Gunnarsdóttir tók á móti hópnum á Þórshöfn. Hún var fararstjóri ferðarinnar þegar farið var um Þórshöfn og Langanes.

Kristín starfsmaður Verkalýðsfélags Þórshafnar færði stéttarfélögunum bókargjöf frá VÞ sem þakklætisvott fyrir frábært samstarf á liðnum árum. Formaður Framsýnar þakkaði félaginu fyrir gjöfina og tók undir orð Kristínar varðandi samstarfið sem væri til mikillar fyrirmyndar.

Gengið var um Þórshöfn og staðurinn skoðaður.

 Eftir góða göngu um Þórshöfn var öllum boðið upp á súpu og brauð á Veitingastaðnum Bárunni.

Að sjálsögðu var komið við í handversbúð á Þórshöfn.

Trausti Aðalsteinsson hefur séð ýmislegt um dagana en ekki tvöfaldan rokk. Þessi er í byggðasafninu á Sauðanesi.

Það var mikið myndað í ferðinni enda margir áhugaverðir staðir á Langanesinu.

Já sæll!! Sverrir Einarsson er hér að mynda fallegt bjarg.

Já fegurðin er mikil.

Hópurinn kom við á Skálum. Þar er að finna minjar um líf sem þar var á sínum tíma. Blómlegt þorp stóð þar sem íbúar byggðu afkomu sína á útgerð.

Menn áttu notalega stund í Skálum.

Fólk á öllum aldri tók þátt í ferðinni, hér eru þær Sigurbjörg Arna og Málmfríður við vitann á Fonti.

Glæsilegur hópur tók þátt í ferðinni.

Máni Snær var bílstjóri í ferðinni og stóð sig afar vel enda drengur góður.

Ósk Helga er hér að eltast við gæsarunga og fólk fylgist með.

Að lokum var svo farið í kaffihlaðborð á Ytra-Lóni áður en haldið var heim á leið til Húsavíkur.

Deila á