Kjarasamningar á hvalaskoðunarbátum

Fulltrúar Framsýnar hafa um langt skeið óskað eftir því við hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík að gerður verði kjarasamningur fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbátum. Lengi vel drógu fyrirtækin lappirnar en á endanum vísuðu þau kjarasamningsgerðinni til Samtaka atvinnulífsins. Ekki gekk að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og var deilunni því vísað til Ríkissáttasemjara. Hann er því með stjórn á viðræðum um gerð kjarasamnings. Síðustu vikur hafa verið þreifingar í gangi og á næstu dögum ræðst hvort kjarasamningur næst í þessari lotu.

Fyrirtækin sem um ræðir eru Norðursigling – hvalaskoðun, Gentle Giant – hvalaskoðun og Sölkuveitingar – hvalaskoðun. Fjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja hafa sett sig í samband við Framsýn – stéttarfélag síðustu misseri og lýst óánægju sinni með það óöryggi sem fylgir því að ekki sé fyrir hendi kjarasamningur (ákvæði um kaup, starfskjör, réttindi og skyldur) um störf þeirra.

Deila á