Stærstu greiðendur iðgjalda til Framsýnar

Á næstu dögum munum við birta nokkrar fréttir frá aðalfundi Framsýnar. Hér kemur ein. Samkvæmt bókhaldi félagsins greiddu eftirtalin fyrirtæki mest til Framsýnar á síðasta starfsári:

Norðurþing
G.P.G. Seafood ehf.
Brim hf.
Vísir hf.
Norðlenska matarborðið ehf.
Ríkissjóður Íslands
Þingeyjarsveit
Jarðboranir hf.
Eimskip Íslands ehf.
Hvammur, heimili aldraðra 

Þetta er fróðlegur listi. Alls greiddu 326 launagreiðendur til félagsins á síðasta ári og fækkaði þeim aðeins milli ára. Norðurþing greiðir nú mest allra sveitarfélaga/stofnana og fyrirtækja  í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 8.103.202,-  það er fyrir árið 2012. Útgerðarfyrirtækið  Brim hf. greiddi mest árið 2011 eða samtals 6.817.393,- í iðgjöld til félagsins. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og iðgjöld fyrirtækisins/sveitarfélaga/stofnana í sjóði Framsýnar.

 

Deila á