Framsýn með kaffiboð á Raufarhöfn

Að venju stendur Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga fyrir kaffiboði á Raufarhöfn föstudaginn 31. maí 2013. Opið hús verður í Kaffi Ljósfangi frá kl. 16:00 til kl. 18:00. Í boði verða bestu tertur í heimi frá Kvenfélaginu Freyju á Raufarhöfn og kaffi sem fulltrúar Framsýnar sjá um að tendra fram. Veðurstofa Framsýnar lofar góðu veðri eins og undanfarin ár. Þetta er eina veðurstofan sem hægt er að treysta samkvæmt mjög „áreiðanlegum“ könnunum. Sjáumst hress á Raufarhöfn föstudaginn 31. maí 2013.

Framsýn, stéttarfélag

Hefð er fyrir því að Framsýn standi fyrir kaffiboði á Raufarhöfn, föstudaginn fyrir Sjómannadaginn. Mikil ánægja er með þetta framtak og á hverju ári koma flestir bæjarbúar og gestir þeirra í kaffiboðið. Fulltrúar Framsýnar verða á staðnum og ræða við gestina um starfsemi félagsins og allt það sem íbúarnir vilja ræða um.

Deila á