Vilja frekari sameiningar lífeyrissjóða

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur samþykkt að senda frá sér ályktun um mikilvægi þess að lífeyrissjóðum verði fækkað með frekari sameiningum lífeyrissjóða. Þannig verði þeir öflugri, ódýrari í rekstri  og betur í stakk búnir að veita sjóðsfélögum betri lífeyri í framtíðinni. Þess ber að geta að Framsýn, stéttarfélag á aðild að Stapa, lífeyrissjóði. Sjá ályktun:

Ályktun
Um lífeyrismál

„Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar beinir þeim tilmælum til stjórnar Stapa, lífeyrissjóðs að unnið verði að frekari sameiningu sjóðsins við aðra sambærilega lífeyrissjóði. 

Framsýn telur það vera til hagsbóta fyrir sjóðsfélaga að frekari sameiningar lífeyrissjóða fari fram. Markmiðið verði að ná niður rekstrarkostnaði og skapa þannig svigrúm til hækkana á lífeyri til sjóðsfélaga með sterkari einingum.„

Deila á