Framsýn óskar eftir viðræðum við HÞ

Framsýn óskaði í dag eftir viðræðum við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um endurskoðun á gildandi stofnanasamningi aðila. Ástæðan er útspil fjármálaráðuneytisins sem samþykkti nýlega að setja aukið framlag í stofnanasamninga til að hækka laun kvennastétta. Samkvæmt „Jafnlaunaátaki“ ríkistjórnarinnar var ákveðið að verja tilteknu fjármagni til stofnanasamninga heilbrigðisstofnanna.  Um fimmtíu félagsmenn Framsýnar starfa hjá HÞ. Reiknað er með að samningsaðilar komi saman til fundar fimmtudaginn 2. maí og fari yfir málið.

Deila á