Niðurstöður úr launa- og viðhorfskönnun verslunar og skrifstofufólks

Launakönnun Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var framkvæmd á tímabilinu janúar til febrúar 2013. Samtals fengu 135 félagsmenn könnun. Samtals tóku 30 félagsmenn þátt. Þátttaka var því 22%.  Af 30 svarendum voru 16 í 100% starfshlutfalli og 14 svarendur í lægra starfshlutfalli.  Ósamræmi var í svörum við spurningum 3 og 4 annars vegar og spurningu 5 hins vegar. Þannig pössuðu heildarlaun í spurningu 3 ekki við heildarlaun skv. spurningu 5 og þá pössuðu grunnlaun skv. sp. 4 ekki við grunnlaun skv. spurningu 5.  Þar sem þessa misræmis gætir í svörunum er ákveðinn fyrirvari settur við réttmæti niðurstaðna sem birtar eru í spurningum 3, 4 og 5. Þá er einnig rétt að nefna að úrtakið er lítið, bæði sem hlutfall af þeim sem fengu könnunina sem og í tölfræðilegu samhengi.

Spurning 1 – Aldur þátttakenda?

Þátttakendur voru á aldrinum 16 – 68 ára og meðalaldur var 46 ár.

Spurning 2 – Kyn þátttakenda?

Það voru 23 konur (77%) og 7 karlar (23%) sem svöruðu.

Spurning 3 – Heildarlaun

Meðaltal heildarlauna svarenda var 290.412 kr.  Meðaltals starfshlutfall var 80%.

Spurning 4 – Grunnlaun

Meðaltal grunnlauna svarenda var 266.724 kr.  Meðaltals starfshlutfall var 80%.

Spurning 5 – Skipting í grunnlaun, yfirvinnu, bílastyrk og annað

Í ljósi ósamræmis upplýsinga er ekki talin ástæða til að birta niðurstöður hér.

Spurning 6 – Hlunnindi

Þrír svarendur fá greitt fyrir hlunnindi (10% svarenda).

Spurning 7 – Starfsaldur

Meðaltals starfsaldur svarenda er 27 ár.

Spurning 8 – Menntun

Gunnskólamenntun                                 37%
Framhaldsskólamenntun                        37%
Iðnnám                                                      13%
Háskólanám                                              13%

Spurning 9 – Starfshlutfall

Meðaltals starfshlutfall er 80%.

Spurning 10 – Fjöldi starfsmanna á vinnustað

Meðaltalsfjöldi starfsmanna á vinnustað var 10.

Spurning 11 – Mannaforráð

Samtals voru 6 svarendur af 30 með mannaforráð eða 20%.

Spurning 12 – Verslun eða skrifstofustarf

Samtals skiptust störf svarenda jafnt í verslunarstörf og skrifstofustörf, þ.e. 15 í hvoru.

Spurning 13 – Launaviðtal á síðustu 12 mánuðum? Árangur?

Það voru 10 svarendur sem fengu launaviðtal á síðustu 12 mánuðum eða 33% svarenda.
Þeir sem fengu launaviðtal á síðustu 12 mánuðum sögðu launaviðtalið hafa borið árangur (100% árangur úr launaviðtölum).

Spurning 14 – Hefur þú leitað til skrifstofu Framsýnar sl. 12 mán.?

Samtals höfðu 53% svarenda leitað til skrifstofunnar á síðustu 12 mánuðum og af þeim sem leituðu til skrifstofunnar höfðu allir fengið aðstoð/úrlausn sinna mála.

Spurning 15 – Hefur þú heimsótt vefsíðu Framsýnar sl. 6 mán.?

Samtals höfðu 87% svarenda heimsótt heimasíðu Framsýnar á síðustu 6 mánuðum.

Spurning 16 – Ertu sátt/sáttur við starfsemi DVS hjá Framsýn?

Samtals svöruðu 28 af 30 játandi eða um 93% svarenda. Tveir svöruðu ekki.

Spurning 17 – Athugasemdir

Ein jákvæð athugasemd á þá leið að halda áfram góðu starfi.

Spurning 18 – Lestu fréttabréf stéttarfélaganna?

Allir svarendur lesa fréttabréfið.

Deila á