Ánægja með námskeið í samningatækni

Stéttarfélögin buðu félagsmönnum upp á áhugavert námskeið í samningatækni í gær. Leiðbeinandi var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Á námskeiðinu var varið yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna. Komið var inn á starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir. Þá var farið yfir undirbúning launaviðtalsins og mismunandi aðferðir í samningatækni sem t.d. nýtast í launa- eða ráðningarviðtali. Þátttakendur sem voru um tuttugu voru afar ánægðir með námskeiðið og Gylfi Dalmann var ekki síður ánægður með að hafa verið boðið til Húsavíkur.

Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið.

Páll og Þórir lærðu mikið í gær og gera væntanlega miklar kröfur í næstu samningum.

Umræður héldu  áfram í kaffihléum.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands var leiðbeinandi á námskeiðinu í gær.

Deila á