Hvað gerist á Alþingi?

Á næstu dögum mun ráðast hvort tvö mikilvæg frumvörp sem snerta Húsavík fari í gegnum þingið. Um er að ræða frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Síðara frumvarpið fjallar um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi. Um er að ræða fjárfestingar upp á tæpa þrjá milljarða. Búið er að leggja frumvörpin fram en ráðherra atvinnumála mun væntanlega mæla fyrir þeim í dag eða á allra næstu dögum þar sem þingið er að klárast.  Nú er að sjá hvort stjórnarandstaðan stendur með ríkistjórninni og klárar málið eða ekki fyrir þinglok. Fyrir liggur að það er mjög mikilvægt að frumvörpin fari í gegnum þingið áður en það klárast í næstu dögum. Annað væri mikið slys. Sjá frumvörpin: http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/1109.pdf

http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/1108.pdf

Tvö mikilvæg frumvörp er snerta atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum eru nú til meðferðar á Alþingi. Afar mikilvægt er að þau fari í gegnum þingið en þinglok verða væntanlega í næstu viku.

Deila á