Formannafundur á vegum SGS

Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til formannafundar á morgun, þriðjudag. Formaður Framsýnar verður á fundinum enda á félagið aðild að sambandinu. Verkefni fundarins er að fara yfir stöðu kjarasamninga og þá væntanlega afstöðu félaganna til uppsagnar en fyrir liggur að flestar þær forsendur sem samningarnir byggja á eru brostnar. Alþýðusambandið hefur síðan boðað til formannafundar næsta föstudag um sama málefni. Upp úr næstu helgi mun svo ráðast hvort samningum verður sagt upp eða ekki.

Formenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun. Hér má sjá nokkra formenn og fulltrúa frá stéttarfélögum innan sambandsins.

Deila á