Mývatnssveitin heimsótt – myndband

Á dögunum voru starfsmenn Framsýnar á ferðinni. Dagurinn hófst á skólaakstri hjá Fjallasýn, litið við hjá Söginni og Garðyrkjustöðinni á Hveravöllum. Því næst var haldið til Mývatnssveitar þar sem atvinnurekendur voru heimsóttir og svo komið við á Laugum. Vart þarf að taka fram að Mývatnssveitin skartar sínum fegursta vetrarbúningi. Hér má sjá flottar svipmyndir úr heimsókninni.

Með því að smella hér er svo hægt að sjá myndbönd úr fleiri vinnustaðaheimsóknum Framsýnar.