Jólaboð stéttarfélaganna og jólatónleikar Samhljóms

Þingeyjarsýslur og Húsavík eru óðum að færast í hátíðarbúning. Jólaskreytingar lýsa upp skammdegið og setja vinalegan blæ á aðventuna. Í dag á milli kl. 14:00-18:00 bjóða Stéttarfélögin upp á sína árlegu jólahátíð og allir eru hvattir til að láta sjá sig. Aðgangur ókeypis. Veglegar veitingar og jólagleði. Þá minnum við líka á hina árlegu jólatónleika Samhljóms sem haldnir á morgun.

Jólatónleikar Fjölskyldu- og styrktarsjóðsins Samhljóms verða haldnir í 9. sinn á Fosshótel Húsavík á morgun, sunnudaginn 16.des. kl. 14:00. Í boði verða tónlistaratriði frá HJÁLMARI OG ÞEIM  og öðrum bestu tónlistarmönnum svæðisins. Karlaklúbburinn Soffía verður með veitingasölu og skemmtiatriði að venju. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.000 og rennur hann að venju til styrktar einstaklingum og fjölskyldum sem glíma við langvinna sjúkdóma.   

Deila á