Gleðin við völd á lokafundi Framsýnar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum og trúnaðarmönnum á vinnustöðum komu saman til fundar síðasta föstudag. Í lok fundar var boðið upp á kvöldverð og heimatilbúna skemmtidagskrá. Hefð er fyrir því  innan Framsýnar að klára starfsárið með hátíðarfundi en mikið er lagt upp úr því að hafa starfið innan félagsins áhugavert, þroskandi og skemmtilegt. Þessi blanda hefur skilað því að afar auðvelt er að fá félagsmenn til að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið.

Það er ekki bara á Alþingi þar sem menn eru sakaðir um málþóf. Guðný Gríms er hér að senda formanni Framsýnar skilaboð að nú sé kominn tími til að hætta að tala.

Jóna Matt stjórnaði samkomunni. Domma og fleiri góðar konur aðstoðuðu hana við dagskrána. 

Eftir venjuleg fundarstörf var farið í nokkra skemmtilega leiki. Hér er Bogga, Kristrún og Ósk að semja vísu.

Valgeir Páll flutti þrumandi góða gleðiræðu á fundinum á föstudaginn.

Ungliðarnir í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar fóru saman með gamanmál og klikkuðu ekki.

Nýja Verðtryggingarlagið var að sjálfsögðu spilað.

Og svo var dansað og dansað…………

Sumir höfðu þó meiri áhuga fyrir því að fá sér að borða.

Deila á