Fundargerðir ASÍ upp á borðið

Á fundi stjórnar Framsýnar- stéttarfélags, 27. nóvember 2012, var samþykkt að ítreka beiðni félagsins um að fundargerðir miðstjórnar Alþýðusambands Íslands verði gerðar aðgengilegar fyrir aðildarfélög sambandsins.  Að mati félagsins er það óskiljanlegt með öllu að fundargerðirnar séu ekki aðgengilegar félögunum, ekki síst þar sem verkalýðshreyfingin kennir sig við virkt lýðræði.Það er von Framsýnar að Alþýðusambandið endurskoði afstöðu sína og opni sambandið  í lýðræðisátt með því að veita aðildarfélögum og samböndum innan þess aðgengi að fundargerðum miðstjórnar.

Deila á