Atvinnumál á Raufarhöfn til umræðu í gær

Íbúaþróun á Raufarhöfn hefur um langt árabil verið mjög neikvæð, og hafa aðgerðir opinberra aðila ekki megnað að snúa þeirri þróun við. Sem dæmi má nefna að nú búa um 185 íbúar á Raufarhöfn en voru 446 árið 1970. Framsýn hefur fjallað um málið á heimasíðu félagsins undanfarið og jafnframt skrifað þingmönnum kjördæmis bréf  þar sem farið er yfir stöðuna og þingmenn beðnir um að taka á málinu með heimamönnum. Í gær var boðað til fundar á Raufarhöfn og var fulltrúum Framsýnar boðið að taka þátt í störfum fundarins. Byggðastofnun, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Norðurþing og íbúðasamtök Raufarhafnar stóðu að fundinum. Fundargestum var skipt upp í umræðuhópa um eftirfarandi málefni:

  • Barnafjölskyldan
  • Rekstur og atvinnulíf
  • Umhverfi

Fundurinn var gagnlegur og ýmislegt kom fram á honum. Unnið verður áfram með þær hugmyndir sem fram komu og í framhaldinu er fyrirhugaður íbúðafundur á Raufarhöfn auk þess sem áhugi er fyrir því að funda með þingmönnum kjördæmisins en nokkrir þingmenn hafa svarað kalli Framsýnar og boðist til að koma að málinu.

Deila á